Uppboðsskilmálar fyrir uppboð:
Verkin eru seld í því ástandi sem þau eru í þegar þau eru slegin hæstbjóðanda.
Kaupandi hefur haft möguleika á að kynna sér ástand verkanna á forsýningu. Gallar sem kunna að vera á seldu verki eru því kaupanda kunnir við kaupin og hvorki á ábyrgð uppboðshaldara né seljanda.
Sérstök athygli er vakin á því að flestir listmunir sem seldir eru á uppboðum eru gamlir. Á þeim geta verið gallar. Mælt er með að aldrei sé keypt verk á uppboði án þess að skoða það áður eða fá umsögn hjá starfsfólki uppboðshússins.
Komi upp efasemdir um hver hafi átt hæsta boð þegar verk er slegið, eða fleiri en einn reynast hafa verið með hæsta boð, ákveður uppboðshaldari hvort viðkomandi verk verður boðið upp á ný.
Á uppboðum leggst 20% uppboðsgjald ofan á slegið verð (hamarshögg) og einnig fylgiréttargjald skv. lögum nr. 117/2005 (höfundaréttargjald).
Höfundarréttargjaldið skal vera í íslenskum krónum og reiknast þannig:
1. 10% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar að hámarki 3.000 evrum;
2. 5% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 3.000,01 evru upp í 50.000 evrur;
3. 3% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 50.000,01 evru upp í 200.000 evrur;
4. 1% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 200.000,01 evru upp í 350.000 evrur;
5. 0,5% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 350.000,01 evru upp í 500.000 evrur;
6. 0,25% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar fjárhæð umfram 500.000 evrur.
Gjaldið skal þó aldrei nema hærri fjárhæð en sem samsvarar 12.500 evrum.
Gengið skal miðað við sölugengi á söludegi.
Ofan á hamarshögg bóka leggst 11% virðisaukaskattur ofan á uppboðsgjaldið.
Ofan á hamarshögg skrautmuna og silfurmuna leggst 24% virðisaukaskattur ofan á uppboðsgjaldið.
Greiðsla fyrir keypt verk skal innt af hendi í lok uppboðsins, eða eigi síðar en tveimur dögum síðar.
Greiði kaupandi ekki innan tilskilins tíma fyrir keypt verk, eða semji um greiðsluna, áskilur uppboðshaldari sér rétt til innheimtu skuldarinnar.
Sækja þarf keypt verk innan 7 daga frá kaupum. Eftir það reiknast geymslu- og tryggingagjald sem er kr. 1.000 fyrir hverja byrjaða viku.
Uppboðshaldarar og uppboðshúsið áskilja sér rétt til þess að breyta dagsetningu og tíma uppboðs telji þeir það nauðsynlegt vegna utan að komandi aðstæðna.
Fyrirframboð.
Hægt er að gera fyrirframboð í verkin. Fold uppboðshús getur annast boð fyrir þá sem þess óska. Vinsamlegast fáið hjá okkur þar til gert eyðublað ef þið hafið áhuga. Einnig er hægt að senda inn forboð á vefsíðu Foldar uppboðshúss.
Boðið í gegn um síma.
Hægt er að bjóða í verkin símleiðis. Uppboðshaldari ábyrgist ekki að hægt sé að svara öllum fyrirspurnum í síma.
Hækkun boða.
Ekki eru samþykkt boð undir eitt þúsund krónum á uppboðum. Að jafnaði er gert ráð fyrir að boð hækki um a.m.k. 10%. Uppboðshaldari áskilur sér rétt til að stýra hækkun boða á þann hátt sem hann telur réttan hverju sinni. Ennfremur að synja boðum sem ná ekki því lágmarki sem hann setur.
Uppboðshaldari er Jóhann Ágúst Hansen.
Framlenging á uppboðstíma
Ef boð berst þegar innan við þrjár (3) mínútur eru eftir af uppboðinu framlengist uppboðið um þrjár mínútur.
Persónuvernd og trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Sendingar úr kerfi Fold uppboðshúss ehf kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.
Varnarþing
Varnarþing Fold uppboðshúss ehf er við Héraðsdóm Reykjaness.
Fold uppboðshús ehf
Kt. 431199-2629 - vsk nr. 134732
Sími: 551-0400
Netfang: fold@myndlist.is
Rauðarárstígur 12 - 14, 105 Reykjavík
Greiðsluleiðir:
Fold uppboðshús ehf tekur við eftirfarandi greiðslukortum: