Í byrjun árs 2006 tóku gildi samevrópsk lög um höfundarréttargjöld. Lögin kveða á um að höfundarréttargjald skuli leggjast ofan á verð allra seldra verka sem seljast á uppboðum og við endursölu listaverka. Gjöldin eru stiglækkandi eftir verðmæti verka en hæsta gjaldið er 10% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar að hámarki 3.000 evrum (reiknað á gengi söludags). Næsta stig er síðan 5% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 3.000,01 evru upp í 50.000 evrur.

Á uppboðum leggst uppboðsgjald sem er 20% og höfundarréttargjald skv. lögum nr. 117/2005 ofan á slegið verð listaverka.

Höfundarréttargjaldið skal vera í íslenskum krónum og reiknast þannig:
10% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar að hámarki 3.000 evrum;
5% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 3.000,01 evru upp í 50.000 evrur;
3% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 50.000,01 evru upp í 200.000 evrur;
1% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 200.000,01 evru upp í 350.000 evrur;
0,5% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 350.000,01 evru upp í 500.000 evrur;
0,25% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar fjárhæð umfram 500.000 evrur.

Gjaldið skal þó aldrei nema hærri fjárhæð en sem samsvarar 12.500 evrum.
Gengið skal miðað við sölugengi á söludegi.