Gallerí Fold er umboðsaðili fyrir um það bil eitt hundrað íslenska listamenn.

SALA LISTAVERKA OG RÁÐGJÖF

Gallerí Fold tekur listaverk í umboðssölu.
Þeir listamenn sem koma í samstarf við Gallerí Fold geta gengið að góðri ráðgjöf vísri. Starfsfólk gallerísins er með áralanga reynslu af sölu listaverka, reynslu sem það er tilbúið að miðla til listamanna. Þeir sem hafa áhuga á að koma verkum sínum á framfæri í galleríinu geta haft samband við Elínbjörtu Jónsdóttur í síma 551-0400, elinbjort@myndlist.is.

INNRÖMMUN

Gallerí Fold rekur eitt fullkomnasta innrömmunarverkstæði landsins. Við notum einungis úrvals rammaefni og sýrufrí karton og bök. Við gerum listamönnum tilboð í innrömmun hvort sem um smærri eða stærri verkefni er að ræða eða regluleg verkefni. Sendu póst núna á fold@myndlist.is og fáðu tilboð í rammasmíði, verðið á eftir að koma þér á óvart.

Sýningar

Sýningarsalir Gallerís Foldar eru fjórir.
Baksalurinn er 65,5 fm, veggplássið 33,5 lengdarmetri og færanlegur veggur sex lengdarmetrar að auki.
Hliðarsalurinn er 69,5 fm, veggplássið 28 lengdarmetrar og tveir færanlegir veggir, 6 lengdarmetrar að auki.
Efri hliðarsalur er 32 fm, veggplássið 20 lengdarmetrar.
Forsalurinn er 94 fm og skiptist upp í tvö herbergi sem hvort um sig er 47 fm.
Veggplássið í fremra herberginu er 14,5 lengdarmetri en innra herbergið er 21 lengdarmetri.

Venjulegt sýningartímabil nær yfir tvær vikur og þrjár helgar.
Salir eru ekki leigðir út en galleríið tekur sölulaun af seldum verkum samkvæmt venjulegri verðskrá gallerísins.
Meðal þess sem galleríið sér um fyrir hönd listamannsins er:
Yfirseta á meðan sýningu stendur.
Útsending um það bil 6000 boðskorta í tölvupósti.
Kynning á Facebook og útsending um það bil 2000 boðskorta þar.
Auglýsingar.
Fréttatilkynningar til fjölmiðla.
Gerð á einfaldri sýningarskrá sem prentuð er í Galleríi Fold.
Veitingar og þjónusta við opnun.

Þeir sem hafa áhuga á að sýna í Galleríi Fold geta snúið sér til Elínbjartar Jónsdóttur í síma 551-0400, elinbjort@myndlist.is