Um okkur
Listmunasala, uppboðshús og sýningarsalir
Fold uppboðshús ehf. (Gallerí Fold) er leiðandi fyrirtæki á sviði sýningarhalds og listmunauppboða á Íslandi.
Gallerí Fold var stofnað árið 1992 af Elínbjörtu Jónsdóttur og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu allt frá upphafi.
Fyrst var starfsemin rekin við Austurstræti 3 en fluttist árið 1994 í eigið húsnæði að Rauðarárstíg 12–14, þar sem galleríið hefur vaxið og dafnað.
Í dag er Gallerí Fold til húsa á 600 m² svæði með sérhæfðum sýningarsölum fyrir uppboðssýningar, einkasýningar og almennan gallerírekstur.
Við bjóðum jafnan verk frá um 60 af fremstu listamönnum Íslands, auk fjölbreyttra verka í endursölu frá einstaklingum og fyrirtækjum, bæði í beinni sölu og á uppboðum.
Hjá okkur má því alltaf finna mesta úrval íslenskrar myndlistar á einum stað.
Listmunauppboð í hverri viku
Fold uppboðshús heldur vefuppboð í hverri viku ásamt hefðbundnum uppboðum í sal nokkrum sinnum á ári, sem njóta mikillar aðsóknar.
Í vikulegu vefuppboðunum má finna fjölbreytt úrval listmuna — þar á meðal málverk, þrívíð verk, nytjahluti, bækur, silfur og skartgripi.
Uppboðsskrár eru aðgengilegar á uppbod.is eða í húsakynnum Foldar þegar um stærri uppboð er að ræða.
Sérfræðingar í verðmati listaverka
Fold uppboðshús býður faglegt verðmat á listaverkum fyrir einstaklinga, fyrirtæki, tryggingarfélög og stofnanir.
Sérfræðingar okkar búa yfir víðtækri þekkingu og áratuga reynslu á sviði sölu og miðlunar listaverka.
Við styðjumst einnig við einstakan gagnagrunn sem inniheldur söluupplýsingar um öll listaverk sem boðin hafa verið upp á Íslandi frá árinu 1985.
Við leggjum metnað í vandað verðmatsferli sem tryggir eigendum raunsætt mat á verðmæti listaverkaeignar þeirra.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um verðmat [hér](https://staging-ui.api.myndlist.is/%C3%9Ejonusta/services).
Fold uppboðshús ehf.
Kt. 431199-2629 | VSK nr. 134732
Sími: 551-0400
Netfang: fold@myndlist.is
Rauðarárstígur 12–14, 105 Reykjavík