Verðmat
Fold uppboðshús ehf. býður upp á tvær gerðir af verðmati.
Lauslegt verðmat.
Verð fyrir lauslegt verðmat með hugsanlega sölu í huga er:
- kr. 2.000,- auk kr. 500 fyrir hvert verk.
Lauslegt verðmat er hugsað fyrir þá sem eru að íhuga sölu á listaverkum.
Ef komið er með verkin í sölu hjá Fold uppboðshúsi ehf. fæst verðmatið endurgreitt þegar verkin eru seld.
Hægt er að óska eftir lauslegu verðmati með því að senda póst á netfangið fold @ myndlist.is.
Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram í póstinum eru:
- Ljósmynd af verkinu.
- Stærð verksins og gerð.
- Nafn og símanúmer sendanda ásamt kennitölu greiðanda.
Skriflegt verðmat.
Verð fyrir skriflegt verðmat er frá kr. 12.500,- með vsk.
Innifalið í skriflegu verðmati er ljósmyndun verkanna, uppmæling mynda ásamt skriflegri skýrslu um verðmæti hvers verks. Matið er afhent bæði á pappír og sem pdf skjal á minnislykli ásamt afriti af öllum ljósmyndum.
- Upphafsgjald kr. 12.500,-
- Fyrir hvert verk kr. 2.500,-
- Félagar í Safnaranum listaverkaklúbbi fá 20% afslátt af verðmatsþjónustu.
Hægt er að óska eftir skriflegu verðmati í síma 551-0400 eða í tölvupósti á netfangið fold @ myndlist.is.