Þú getur komið hvenær sem er með verk til okkar í Gallerí Fold við Rauðarárstíg og fengið lauslega verðhugmynd ókeypis. Einnig getur þú skilið verk eftir til að fá fullkomið skriflegt verðmat og gildir þá verðskrá gallerísins.

Þegar verk er tekið í sölu hjá Galleríi Fold, hvort sem á að bjóða verkið á uppboði eða í selja beint í galleríinu, er fyrsta skrefið að verðmeta verkið. Ýmsar aðrar ástæður en sala á listaverkum geta kallað á að listaverk séu verðmetin, s.s. skipting búa eða skráning fyrir tryggingafélög. Gallerí Fold býr yfir mikilli þekkingu á verðmati íslenskra listaverka en sérfræðingar fyrirtækisins hafa víðtæka reynslu á þessu sviði eftir að hafa starfað við sölu og miðlun listaverka í áratugi. Til viðbótar þessari sérþekkingu hefur Gallerí Fold yfir að ráða einstökum gagnagrunni um sölu á íslenskum listaverkum (www.ilv.is) en í hann eru skráð öll verk sem boðin hafa verið upp á Íslandi frá 1985 auk allra verka íslenskra höfunda sem seld eru erlendis hjá yfir 2600 uppboðshúsum. Verðmat listverka hjá Galleríi Fold er vandað ferli sem tryggir eigendum raunsætt mat á virði listaverkaeignar þeirra.

Þekking á menningarsögu og skilningur á listum er aðeins hluti af sérfræðikunnáttu þeirra sem starfa við verðmat listaverka. Rétt mat byggir einnig á tilfinningu fyrir markaðsaðstæðum og þeim tækifærum sem bjóðast á markaði með listaverk hverju sinni. Gallerí Fold er stærsta uppboðshús Íslands og er fremst á meðal þeirra sem koma að sölu listverka gömlu íslensku meistaranna. Sérfræðingar fyrirtækisins eru því með púlsinn á markaðinum hverju sinni og eru reiðubúnir til þess að meta öll íslensk listaverk. Gallerí Fold útbýr verðmat fyrir hundruð einstaklinga og fyrirtækja á ári hverju auk þess að miðla sérfræðikunnáttu sinni til lögfræðinga, endurskoðenda og tryggingafélaga. Ýmsar stofnanir og einkasöfn njóta einnig þjónustu fyrirtækisins.

Allir sem eiga listaverk, hvort sem það eru aðeins nokkur verk eða stórt safn, eiga að halda skrá yfir verkin sín. Þessa skrá eiga eigendur verkanna að afhenda tryggingafélagi sínu og uppfæra reglulega. Með þess háttar fyrirhyggju er hægt að koma í veg fyrir að verðmæti tapist ef tjón verður eða þjófar láta greipar sópa. Sérfræðingar Gallerís Foldar fara oft á tíðum í heimahús til þess að skrásetja og útbúa verðmat á listaverkum en þar að auki bera þeir kennsl á óþekkt listaverk og ráðleggja eigendum verkanna um forvörslu þeirra.