Kristján Davíðsson (1917-2013)

Kristján Davíðsson var fæddur í Reykjavík 28. júlí 1917, en ólst upp áPatreksfirði.

Hann stundaði fyrst nám í Kvöldskóla Jóhanns Briem og Finns Jónssonar íReykjavík 1932 – 1936. Hann bjó hjá Erlendi í Unuhúsi frá 1941 – 1943 þar semhann kynnist fjölda listamanna, þar á meðal Þorvaldi Skúlasyni.

Árin 1945 – 1945 var hann í Bandaríkjunum og nam við listaskólann BarnesFoundation og við Pennsylvaniuháskóla í Merion í Pennsylvaníuríki. Veturinn1949 – 50 var hann við listnám í París, sem þá var mikill suðupotturmyndlistar.

Þegar Kristján kom heim frá Bandaríkjunum 1947 tók hann þátt í fyrstuSeptembersýningunni þá um haustið, ásamt níu öðrum listamönnum. Hann tók þátt íöllum sýningum þessa hóps, sem var nefndur Septemberhópurinn, allt til ársins1952. Þessar sýningar ollu straumhvörfum í íslenskri myndlist og höfðu mikiláhrif til lengri tíma. Kristján var einnig þátttakandi í Septemsýningunum frá1974 – 1988.

Kristján var einn þekktasti listmálari þjóðarinnar og brautryðjandi áýmsum sviðum. Þekktastur er hann þó fyrir kraftmikilabstraktverk tileinkuð íslenskri náttúru. Hann hlaut ýmsar viðurkenningar ogverðlaun. Hann var sæmdur íslensku fálkaorðunni 1998, var borgarlistamaðurReykjavíkur 2001, fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum og fékk heiðurslaunlistamanna frá 1988.

Kristján Davíðsson lést 27. maí á þessu ári, 95ára að aldri.

Uppistaðan í þessari sýningu eru verk sem Kristján málaði áður en hannfór til Bandaríkjanna. Þær voru í eigu vinkonu hans Sigríðar Sveinsdóttur semdvaldist að Hvanneyri í Borgarfirði. Við lát hennar eignuðust börn hennar,Jóhanna Guðmundsdóttir og Hjalti Guðmundsson verkin, sem nú prýða þessasýningu. Til samanburðar eru fáein nýrri verk á sýningunni.

Við í Gallerí Fold viljum sérstaklega þakka systkininum Jóhönnu og Hjaltasamvinnuna svo og Erni Ásbjarnarsyni, vini listamannsins, veitta aðstoð, en Örnlést fyrir fáeinum vikum.