Þorvaldur Óttar Guðlaugsson - Dalli

Þorvaldur Óttar er menntaður grafískur hönnuður og hefur starfað sem slíkur tæpa þrjá áratugi. Jafnframt hefur hann unnið að myndlist í formi samfélagslegra skúlptúra, ásamt mótun íslenskra fjalla í ál og postulín. DALLi hefur haldið tvær sýningar áður og tekið þátt í nokkrum samsýningum, bæði í myndlist og hönnun.