Aðalbjörg Þórðardóttir

Aðalbjörgútskrifaðist sem BSc í líffræði frá Háskóla Íslands 1979. Hún settist svo afturá skólabekk í MHÍ 1981-1983, í málaradeild eftir fornám. Stundaði síðan nám viðKonstskolan Hälsingborg 1984 – 1986, en lauksvo prófi í grafískri hönnun við MHÍ 1988.

Hún hefur starfaðvið hönnun, myndskreytingar og auglýsingagerð frá 1988, hérlendis og í Svíþjóð. Hún hefur setið í stjórn FÍT og í ýmsumstjórnum og nefndum á vegum þess.

Meðfram þessum störfum hefur Aðalbjörg fengist við málverkið. Undanfarinár hefur hún málað svani í ýmsum myndum,sem náttúrufyrirbrigði, sem sagnaminni og sem táknmynd hins yfirskilvitslega.

Áherslan hefur þó verið að þokast frá svönum og yfir í annars konarmyndefni. Hér á Íslandi er mikil víðátta ogmanneskjan örsmá í því samhengi. Málverkin eru ferðalag sprottin upp úr þessumjarðvegi, þar sem sóst er eftir kyrrð og sterkri tengingu við náttúruna, þaueru tilraun til að tjá hið efnislega og hið andlega – upplifun beggja heima.