Þorsteinn Helgason

Þorsteinn Helgason er fæddur í Reykjavík 1958.  Hann útskrifaðist frá Arkitektaskólanum í Kaupmannahöfn árið 1988. Þorsteinn stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann í Reykjavík 1993-96 og var gestanemi í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1996-97. Þorsteinn hefur bæði tekið þátt í mörgum samsýningum og einnig haldið þónokkrar einkasýningar. Þorsteinn rekur einn teiknistofuna Arcus í samvinnu við aðra.