Hrafnhildur Inga er fædd að Vestu-Sámsstöðum í Fljótshlíð og ólst þar upp.
Hún stundaði myndlistarnám við Myndlistaskóla Reykjavíkur 1978 og 1979, Myndlista og handíðaskóla Íslands, nú Listaháskóla Íslands, 1980-1984 og lauk þaðan prófi í grafískri hönnun. Árin 1999 og 2000 bætti hún við sig námi í olíumálun í Myndlistarskóla Kópavogs.
Hrafnhildur Inga er meðlimur í SÍM, Sambandi íslenskra myndlistarmanna, Grósku, Félagi myndlistarmanna í Garðabæ og Álftanesi og hún sat í stjórn FÍT, Félagi íslenskra teiknara.
Hún dvaldi í listamannaíbúð Skandinaviska Foreningen í Róm 2004 og hefur dvalið í lista og fræðimannsíbúðinni á Skriðuklaustri nokkrum sinnum.
Hrafnhildur Inga málar myndir sem lýsa skýjafari, veðurfari og sjólagi. Hún er mikið náttúrubarn og sækir myndefnið oft á sínar heimaslóðir í Fljótshlíðinni þar sem hún horfir eftir endilangri suðurströndinni þar sem skýin hrannast upp og velta sér eftir sjóndeildarhringnum og eru aldrei andartak eins.
Oft er sem himinn og jörð renni saman og lokast yfir höfði manns. Þá birtist sólin augnablik, andartaks ljósbrot. Það er meðal annars það sem hún reynir að fanga í myndum sínum.
Einkasýningar:
2010 - Hvar áttu heima ? - Gallerí Fold
2008 - Landsmót - Gallerí Ormur
2008 - Í forsal vinda - Start Art
2007 - Landsýn - Skriðuklaustur
2007 - Landbrot - Hafnarborg
2005 - Landshorn - Ketilhúsið Akureyri
2004 - Útsuður - Gallerí Ormur
2004 - Utanskerja - Hús málaranna
2003 - Hótel Rangá
2002 - Fyrstu leitir - Gallerí Skúlagata
Samsýningar:
2010 - Spor þúsund kvenna
2010 - Bernska - Listsýning í Garðabæ
2009 - Menningardagar í Lindaskóla - Lindaskóli
2009 - Art Vilnius Art Fair
2009 - Jónsmessusýning við ströndina - Garðabær.
2009 - Spor þúsund kvenna - Listgjörningur
2009 - Garðatorg
2008 - Stígamót
2008 - More North Gallery New York
2005-2006 - Galeriazero Barcelona
2005 - Gullkistan
2005 - Skiðuklaustur - Fjallið Snæfell
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir var Listamaður mánaðarins í Gallerí Lind í apríl 2007 og sýningar á Hótel Rangá.