Ingimar Ólafsson Waage

Ingimar Waage lauk námi frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1990 og fór eftir það í nám við Ecole Nationale des Beaux-Arts de Lyon í Frakklandi. Þar lauk hann námi í myndlist 1993.

Ingimar hefur haldið fjölda einkasýninga á Íslandi, meðal annars í Listasafni ASÍ og Gallerí Skugga í Reykjavík. Þá hefur hann einnig haldið einkasýningar í Vordingborg og Kaupmannahöfn í Danmörku, síðast 2005. Ingimar hefur einnig tekið þátt í samsýningum listamanna á Íslandi og í Frakklandi. Þetta er fyrsta einkasýning Ingimars í Galleríi Fold.

Auk þess að sinna málverkinu hefur Ingimar lagt stund á kennslu frá árinu 1994. Hann tók þátt í að reka Listaskólann Hamarinn og sýningarsalinn Við Hamarinn á árunum 1995 til 1998 auk þess að vinna við myndskreytingar í bæklinga, blöð og bækur.