Erna Guðmarsdóttir fæddist 1940 og ólst upp í Reykjavík. Hún lauk gagfræðaprófi frá Austurbæjarskóla árið 1956 og lagði stund á tungumálanám í Danmörku og Frakklandi á árunum,1959-61.
Hún starfaði sem flugfreyja hjá Loftleiðum 1961-63 og stundaði myndlistanáam í Myndlistaskóla Reykjavíkur
Erna stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Ísland og útskrifaðist þaðan vorið 1985. Hún hafði áður kennt leikbrúðugerð við skólann.
Erna kenndi myndmennt í Austubæjarskóla 1985-2000.
Árið 1991 stofnaði Erna ásamt öðrum listakonum Sneglu listhús og tók þátt í rekstri þess til ársins 2004.
Sýningar
Erna hefur verið með í fjölda samsýninga og haldið nokkrar einkasýningar, þá síðustu í maí 2006 undir yfirskriftinni Á landinu bláa.
Erna hefur lagt stund á myndlist allt frá unglingsárum en hefur sótt í sig veðrið á seinni árum og snúið sér alfarið að listsköpun sinni. Hún sækir myndefni sitt aðallega í íslenska náttúru, fjölbreytileika árstíðanna og ljóssins.
Hún notar margskonar tækni, málar á silki, akvarell og olíu á striga.