Kári Svensson (1954)

Færeyski málarinn Kári Svensson býr og starfar í Þórshöfn íFæreyjum. Verk hans eru abstrakt expressjónisk og spegla upplifun hans áfæreysku landslagi og náttúru. Innblástur sinn sækir hann í langa daga, árstíðirnarog veðurfarið í Færeyjum, sem eins og á Íslandi, er síbreytilegt viðfangsefni.Fuglarnir, hafið, fjöllin, fólkið og daglegt líf þess endurspeglast í grófumpensilförum Kára og má með sanni segja að auður náttúrunnar komi fram í málverkunum.

Kári Svensson er fæddur í Færeyjum árið 1954 og hefur frá 17 áraaldri sýnt víða um heim en hann hefur helgað sig málverkinu frá því hann var á þrítugsaldri.Kári sótti til að byrja með innblástur í landslagsmálverk frægustu málara Færeyjaen hefur á síðari árum þróað sinn eigin stíl og er tjáning hans nú komin langtfrá hinu hefðbundna landslagsmálverki. Myndir Kára endurskapa hið klassískamálverk með kröftugum pensilstrokum í óhlutbundnu listaverki með tilvitnun íþekkt landslag.

Auk Íslands hefur Kári meðal annars sýnt á hinum Norðurlöndunum, íBandaríkjunum, Eystrasaltsríkjunum, Hollandi og Singapúr. Fyrstu sýninguna áÍslandi hélt hann í Hafnarborg árið 2006 en auk þess hefur hann tekið þátt ísamsýningum hér á landi, fyrst á Kjarvalsstöðum árið 1998 en einnig íListasafninu á Akureyri 1999 og í Hafnarborg árin 2001 og 2003. Þá hefur hanntekið þátt í listakaupstefnum og farið í námsferðir til Spánar og Balí.