Össur Mohr

Øssur Mohr tilheyrir yngri kynslóð færeyskra málara. Á síðustu árum hefur hann sýnt málverk í galleríum og söfnum víða um heim. Í list sinni leitast Øssur við að endurskapa forgengileika augnabliksins. Þegar hann byrjaði að mála var myndefni hans aðallega hús og fólk, en fólkið hvarf fljótt og eftir stóðu húsin í stórbrotnu landslagi Færeyja.

Øssur hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1993 en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Mesta breytingin var þegar hann sagði starfi sínu lausu árið 2000 til að helga sig málverkinu. Hann hefur meðal annars haldið sýningar á málverkum sínum í Færeyjum, Danmörku, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Hollandi, Þýskalandi, Póllandi, Austurríki og Bandaríkjunum.

Tvær bækur hafa komið út um myndlist Øssurar; Glottar árið 2004 og Lyset fra fjeldet árið 2012.