Aðalþemað í málverkum Eyðun av Reyni er þorp við sjóinn undir stórum kletti, sjórinn og skýin. Málverkin einkennast af skærum litum og stórum pensilstrokum. Eyðun færði sig frá fígúratívu myndmáli á níunda áratugnum yfir í abstrakt þar sem taktur er undirliggjandi þáttur. Eyðun av Reyni fær innblástur frá litlum samfélögum eyjarinnar og háum fjöllum sem einangra allt hljóð nema nið Atlantshafsins. Málarinn lítur niður í dali og gil eyjanna og málverkin eru hans sýn á landið frekar en harður raunveruleikinn.
Eyðun av Reyni lærði við teikniskóla Askou-Jensen 1971 til 1972, við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1972 til 1978, auk þess að fara í námsferðir til Parísar og Barcelona á árunum 1973 til 1975. Hann tók þátt í sýningunni Ung færösk list í Óðinsvéum 1980 og 1981 og hefur síðan þá sýnt á Norðurlöndunum og Bandaríkjunum.