Lulu Yee

Lulu Yee býr í New York en er fædd og uppalin í Kaliforníu þar sem hún nam við San Fransisco Art Institute. Hún bjó á Íslandi um fjögurra ára skeið og heillaðist af íbúum landsins, náttúrunni og menningararfinum. Hún vinnur myndlist sýna með fjölbreytilegum hætti; málar með olíu, vinnur með textíl og keramík. Verk hennar eru innblásin flakki hennar um heiminn, gömlum leikföngum og ljósmyndum. Á þessari sýningu mun hún sýna fígúratífa skúlptúra úr keramíki. Fígúrurnar hennar eru málaðar með leirmálningu og glerungum og margbrenndir sem skapar mörg lög af teikningu og lit. Sumar fígúrurnar má nota sem vasa eða ílát. Lulu Yee hefur áður haldið sýningu á Íslandi en auk þess sýnt verk sín víða um heim og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum.