Ásgerður Búadóttir (1920-2014)

ÁsgerðurEster Búadóttir fæddist í Borgarnesi 4. desember 1920 en ólst upp í Reykjavík. Húnhóf nám í Handíða- og myndlistarskólanum árið 1942 og stundaði framhaldsnám viðKonunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn árin 1946 – 49 og lagði einkum stundá málaralist. Á námsárunum kynntist hún þó einnig listvefnaði og þá kveiknaðiáhugi hennar á því listformi.

Eftirnámið flutti hún með sér vefstól heim og fór að vinna með listvefnað sem hefurhaldið nafni hennar á lofti allar götur síðan en Ásgerður var án efamarkverðasti veflistamaður þjóðarinnar á 20. öld. Árið 1956 vann hún tilgullverðlauna á alþjóðlegu lista- og handverkssýningunni í München fyrirveggklæðið “Stúlka með fugl”. Verðlaunin gáfu henni byr í seglin og í kjölfariðhélt hún fyrstu sýningarnar á verkum sínum.

Allsurðu eikasýningar Ásgerðar 15 talsins og hún tók þátt í um 70 samsýningum hér álandi sem erlendis. Verk hennar má finna á söfnum hérlendis, á Norðurlöndunumog í Bandaríkjunum, auk þess sem þau prýða ýmsar opinberar stofnanir. ForsetiÍslands sæmdi hana fálkaorðu árið 1993. Ásgerður naut heiðurslauna Alþingis fráárinu 1995.