Jón Kristinsson - Jóndi (1925-2009)

Jón Kristinsson, Jóndi, bóndi og listamaður í Lambey (1925 – 2009) Jóndi fæddist á Húsavík árið 1925. Hann var sjálfmenntaður en bjó að ríkulegri náttúrugáfu. Hann tók við sem teiknari í Rafskinnu á eftir Tryggva Magnússyni. Jóndi teiknaði 130 auglýsingar á ári í heil 15 ár en alls teiknaði hann um 2000 auglýsingar. Hann vann að teikningum sínum fyrst um sinn í Reykjavík en síðar í Lambey í Fljótshlíð meðfram búskap. Hann stofnaði seinna Gallerí Lambey þar sem hann sýndi málverk sín og teikningar.