Óskar Thorarensen

Óskar Thorarensen er fæddur 1959. Hann er lögfræðingur að mennt en hefur um árabil stundað vatnslitamálun af mikill elju. Hérlendis hefur hann notið leiðsagnar Gunnlaugs Stefáns Gíslasonar. Hann hefur ennfremur numið erlendis og leiðbeinendur hans þar eru David Dewey frá Bandaríkjunum, Joseph Zbukvic frá Ástralíu og Alvaro Castagnet frá Uruguay. Óskar tók þátt í samsýningunum Nordisk Akvarell 2010 í Norræna húsinu í Reykjavík og Sea and the harbour í Turku í Finnlandi 2011. Grein um verk hans birtist í tímaritinu: The Artist í Englandi og hann hefur verið dómari í keppni samtakanna International Watercolor Society í Tyrklandi.