Björk Bjarkadóttir

Björk Bjarkadóttir er fædd 1971. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1990. Að því loknu hélt hún til Parísar þar sem hún lauk meistaragráðu í myndskreytingum, grafískri hönnun og ljósmyndun árið 1997 frá ESAG, Ecole Superieure d’Art Graphique. Hún er nú sjálfstætt starfandi myndskreytir, myndlistarkona, barnabókahöfundur og grafískur hönnuður. Fyrsta bók Bjarkar var Gíri Stýri og skrýtni draumurinn sem út kom árið 1999. Björk hefur tekið þátt í mörgum samsýningum innan lands og utan. Hún hefur vakið athygli fyrir vandvirkni og hugmyndaauðgi og hlaut árið 2006 Dimmalimm – íslensku myndskreytiverðlaunin fyrir bókina Amma fer í sumarfrí. Það ári hlaut hún einnig vorvindaviðurkenningu IBBY fyrir framlag sitt til barnabókmennta.