Finleif Mortensen

Finleif Mortensen ólst upp í þorpinu Argir rétt utan við Torshöfn. Frumraun Finleifs Mortensen var árið 1985 á Olavsøkusýngunni (valdir listamenn) í Færeyjum, og hefur síðan verið með fjölmargar einkasýningar í galleríum og listasöfnum bæði í Færeyjum og Danmörku. Finleif Mortensen er mótaður í myndlistinni af hinni einstakri færeyskri náttúru og hinni sérstakri birtu. Leikurinn milli hinna bláa-græna og rauðleita lita túlkar þetta og útkoman er einstök upplifun á tungumáli sem sameinar mann og náttúru. Eins og Impressionistarnir leitast Finleif Mortensen við að leysa upp skýrar útlínur. Húsaþyrpingarnar renna saman í litatónum er flæða út í hið síbreytilega ljós. Niðurstaðan er sambland af litum náttúrunnar en undirliggjandi er eitthvað hverfullt og ljóðrænt. Abstrakt tjáning, þar sem figurativ náttúran er aðeins sýnileg. Þó að upphafspunktur verkanna sé lítið þorp, hafið,fjöllin og birtan þá er aðal að markmiðið gleði og ángæja með það að mála myndirnar og fólk upplifi þá gleði í verkunum. Málverkin á sýningunni eru olía á striga og sérlega máluð fyrir þessa sýningu.