Dagmar Agnarsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en hefur undanfarin tæpan áratug búið í ýmsum löndum þriðja heimsins. Hún fór að fást við myndlist fyrir alvöru eftir að hún fluttist með eiginmanni sínum og dóttur til Kuala Lumpur í Malasíu. Ári síðar fluttust þau til Bangkok í Thailandi þar sem Dagmar stundaði nám með bandaríska myndlistarmanninum William Marazzi og fleirum. Síðan fluttust þau til Jakarta í Indónesíu, þar sem Dagmar stundaði nám við Listaháskólann í Jakarta (Jakarta Institude of Fine Arts) ásamt því að nema og vinna með indónesíska málaranum og myndhöggvaranum Teguh Ostenrik.
Í ársbyrjun 2006 fluttust Dagmar og maður hennar til Nairobi í Kenya, þar sem hún hélt áfram að mála og sækja sér innblástur í umhverfið og nýja menningarheima, jafnframt því að leiðbeina upprennnadi listamönnum í the Nairobi Arts Cente. Árið 2008 snéri Dagmar aftur til síns heimalands, og hefur haldið áfram að knýja fram list á heimili sínu í Kópavogi.
Sýningar
Mars-apríl 2000
Pelukis Art Bazaar
Kuala Lumpur, Malasíu
Apríl 2002
The Alliance
Rotunda Gallery
Bangkok, Thailand
Janúar 2003
The Alliance Group
Hilton Hotel
Bangkok, Thailand
Apríl 2003
Thresholds
Rotunda Gallery
Bangkok, Thailand
Sumrin 2003 og 2004
Sala og sýning málverka í Gallerí Fold
Reykjavík, Ísland
Janúar 2005
Tous Solidaires pour Aceh
Franska bókasafnið
Jakarta, Indónesíu
Apríl 2005
Móðir og barn
Sýning Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
Crown Plaza Hotel
Jakarta, Indónesíu
Maí 2005
Indonesia Heritage Society Spring Exhibition
Erasmus Huis
Jakarta, Indónesíu
Október 2005
Six degrees south
Koi Gallery
Jakarta, Indónesíu
September 2006
Health and Human Rights
Goethe Institude/Kenya Ministry of Health
Nairobi, Kenýa
Mars 2007
Vor sölusýning
ISK Arts Centre
Nairobi, Kenýa
Október 2007
Northern Lights, Southerns Suns (einkasýning)
Ramona Gallery
Nairobi, Kenýa
Desember 2010
Óákveðið (einkasýning)
Hornið Veitingastaður
Reykjavík, Ísland