Home
Past exhibitions
Contact us
News
Info for Artists
Log in
About us
My pages
Gallerí Fold
Um Galleríið
Rauðarárstíg 12-14
105 Reykjavík
Tel.(354)551-0400
Fax(354)551-0660
fold@myndlist.is
Opnunartími
Starfsfólk og netföng
Kort
Hjalti Parelius sýnir í Gallerí Fold
Hjalti Parelius opnar sína fimmtu einkasýningu í Galleríi Fold við Rauðarárstíg laugardaginn 11. febrúar kl. 15.
Á sýningunni eru rúmlega 30 ný olíumálverk þar sem teiknimyndamótífið er í forgrunni. Verkin eru öll máluð sumar og haust 2011.
Hjalti Parelius er fæddur 1979 í Reykjavík. Hann stundaði nám á listnámsbraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og síðar við Danmarks Designskole.
Hjalti hefur unnið sem grafískur hönnuður auk þess að leggja stund á málaralistina. Þetta er fimmta einkasýning Hjalta og í annað sinn sem hann sýnir í Gallerí Fold.
Um verk sín segir Hjalti að hann líti á sig sem pistlahöfund sem málar. Umfjöllunarefnið er oft fréttir líðandi stundar og önnur mál sem hann vill segja álit sitt á. Það álit sé ekki endilega hið eina rétta, satt eða óhlutdrægt. Verk Hjalta hafa þróast frá því að vera einskonar yfirlýsing yfir í að vera sögur líðandi stundar. “Ég fæ innblástur frá mörgum og þar er Erró efstur á lista ásamt Roy Lichtenstein, Andy Warhol, Öyvind Fahlström og fleiri popp listamönnum ásamt því að leita að innblæstri í mínu eigin samfélagi”.
Share
Share
Tweet
Join our mailing list