Fyrsta stóruppboð ársins - Auction #71

English version below


Fyrsta stóruppboð ársins fer fram í Gallerí Fold við Rauðarárstíg mánudaginn 6. febrúar.

Töluverður uppgangur var á uppboðunum í lok síðasta árs og mikið framboð á sérstaklega góðum listaverkum. Sama er upp á teningnum núna því á uppboðinu eru rúmlega 100 listaverk eftir íslenska höfunda, sum hver sem sjást afar sjaldan. Má þar til dæmis nefna tvö verk eftir Louisu Matthíasdóttur, mjög stórt olíumálverk eftir Karl Kvaran og gullfallegt landslagsmálverk eftir Þórarinn B. Þorláksson.

Eins og venjulega eru einnig fjölmörg verk eftir helstu listamenn þjóðarinnar eins og Jóhannes S. Kjarval, Þorvald Skúlason, Gunnlaug Scheving, Jón Stefánsson, Ásgrím Jónsson og Svavar Guðnason. Þá eru einnig verk eftir Valtýr Pétursson, Finn Jónsson og þrjú gömul olíumálverk eftir Einar Jónsson frá Fossi.

Mörg verk eftir samtímahöfunda verða boðin upp eins og stórt vatnslitaverk eftir Karólínu Lárusdóttur, olíumálverk eftir Óla G. Jóhannsson, Kristján Davíðsson, Hafstein Austmann, Eirík Smith og Braga Ásgeirsson. Af yngri höfundum má nefna Guðrúnu Einarsdóttur, Sigríði Melrósu Ólafsdóttur, Daða Guðbjörnsson, Erlu Þórarinsdóttur, Ólöfu Nordal, Gunnellu og Tolla.

Uppboðið hefst kl. 18 á mánudag en forsýning verka stendur alla helgina í Galleríi Fold við Rauðarárstíg.

Uppboðsskráin er á netinu þar sem hægt er að gera forboð í verkin og óska eftir því að fá að bjóða í gegn um síma.

Smelltu hér til að skoða uppboðsskrána

--- English ---

Our first fine art auction of the year will take place Monday February 6th at Art Gallery Fold Reykjavik.

At the end of last year we saw an increase in supply of fine paintings. This trend continues now when we will offer more than 100 Icelandic works of art at our Monday auction. Some of which are rarely seen at auction. We will be putting two oil paintings by Louisa Matthiasdottir up for an auction, a very large oil painting by Karl Kvaran and a beautiful landscape by Thorarinn B. Thorlaksson.

As usually many works by the pioneers of Icelandic art will be auctioned off with paintings by Johannes S. Kjarval, Thorvaldur Skulason, Gunnlaugur Scheving, Jon Stefansson, Asgrimur Jonsson and Svavar Gudnason included. Also works by Valtyr Petursson, Finnur Jonsson and three oil paintings by Einar Jonsson fra Fossi dated around 1911.

Many works by contemporary artist will also be offered such as a large watercolor by Karolina Larusdottir, oil paintings by Oli G. Johannsson, Kristjan Davidsson, Hafsteinn Austmann, Eirikur Smith and Bragi Asgeirsson. Younger artist that are also included are Gudrun Einarsdottir, Sigridur Melros Olafsdottir, Dadi Gudbjornsson, Erla Thorarinsdottir, Olof Nordal, Gunnella and Tolli.

The auction will start Monday February 6th at 18.00 and preview will be at the gallery from Friday.

View auction catalogue