Verk nr.132 - Bjarni Þorsteinsson.
Íslenzk þjóðlög. Bjarni Þorsteinsson prestur í Siglufirði hefur safnað lögunum 1880-1905 og samið ritgjörðirnar. - Séra Bjarni Þorsteinsson (14. október 1861 – 1938) var íslenskur prestur og tónskáld en er þekktastur fyrir að hafa safnað íslenskum þjóðlögum og fékk síðar prófessorstitil fyrir verk sitt. Bjarni varð stúdent 1883 frá Latínuskólanum í Reykjavík, lauk prófi í Prestaskólanum 1888 og vígðist sama ár til Siglufjarðarprestakalls, sem hann þjónaði samfleytt í 47 ár. Árið 1892 kvæntist hann Sigríði dóttur Lárusar Blöndals sýslumanns Húnvetninga. Þau eignuðust 5 börn. Veturinn 1903-1904 var séra Bjarni í Kaupmannahöfn að rannsaka og afrita sönglegar heimildir úr gömlum íslenskum handritum. Hann átti í miklu stríði við Bókmenntafélagið um útgáfu þjóðlagasafnsins, því að félaginu óx mjög í augum fyrirferð þess. Loks fékk hann Carlsbergssjóðinn til að gefa bókina út. Viðurkenningu verks síns fékk Bjarni mjög af skornum skammti fyrst í stað. Þingið vildi fyrst ekki styrkja hann neitt, enda höfðu menn lítinn skilning á þessu starfi hans. Það voru helst Danir sem greiddu götu hans, tónskáldið J.P.E. Hartmann og prófessor Angul Hammerich, danska kennslumálaráðuneytið og Carlsbergssjóðurinn, með því skilyrði að Alþingi sýndi einhvern lit, sem svo marðist í gegn. Íslensk þjóðlög kom svo út á árunum 1906-1909. Landstjórnin sæmdi síðan Bjarna prófessorsnafnbót, aðallega með tilliti til þessa verks. - Þjóðlög. - Kaupmannahöfn. S.L. Møller, 1906-1909. cm
Flokkur: Bækur
Uppboði lýkur 17.11.2019 klukkan 18:22
Verðmat: 50000

Boð frá 2934: Kr. 22.000.- 17.11.2019 18:22
Boð frá 7923: Kr. 20.000.- 17.11.2019 18:21
Boð frá 2934: Kr. 19.000.- 17.11.2019 18:21
Boð frá 7923: Annað jafn hátt boð fyrirliggjandi!
Boð frá 2934: Kr. 18.000.- 17.11.2019 18:20
Boð frá 7923: Kr. 17.000.- 17.11.2019 18:18
Boð frá 2593: Kr. 16.000.- 17.11.2019 17:58
Boð frá 2934: Annað jafn hátt boð fyrirliggjandi!
Boð frá 2593: Kr. 15.000.- 16.11.2019 18:35
Boð frá 2121: Kr. 14.000.- 16.11.2019 18:35
Boð frá 2593: Kr. 13.000.- 16.11.2019 18:35
Boð frá 2121: Kr. 12.000.- 16.11.2019 18:35
Boð frá 2593: Kr. 11.000.- 16.11.2019 18:35
Boð frá 2121: Kr. 10.000.- 16.11.2019 18:35
Boð frá 2593: Kr. 9.000.- 16.11.2019 18:35
Boð frá 2121: Kr. 8.000.- 16.11.2019 18:35
Boð frá 2593: Kr. 7.000.- 16.11.2019 18:35
Boð frá 2121: Kr. 6.000.- 16.11.2019 18:35
Boð frá 2593: Kr. 5.000.- 16.11.2019 18:35
Boð frá 2121: Kr. 4.000.- 16.11.2019 18:35
Boð frá 2593: Kr. 3.000.- 16.11.2019 18:35
Boð frá 2121: Kr. 2.000.- 16.11.2019 18:35
Boð frá 2593: Kr. 1.000.- 16.11.2019 18:35

Gott eintak í góðu skinnbandi. Fágæti.

Uppboðsskilmálar fyrir uppboð á vefnum:

Verkin sem eru boðin upp á vefuppboði hjá Galleríi Fold og seljast við hamarshögg. Með því að senda inn boð í verkin samþykkir þú skilmála uppboðsins sem lesa má hér fyrir ofan. Boðshafi skuldbindur sig án nokkurra undantekninga að standa við boðið.

Uppboðsgjald skv.uppboðsskilmálum Gallerís Foldar leggst ofan á hamarshöggsverð og einnig höfundarréttargjald á listmuni skv.lögum nr. 117/2005.

Ofan á hamarshögg bóka leggst uppboðsgjald með 11% virðisaukaskatti.

Ofan á hamarshögg antíkmuna leggst uppboðsgjald með 24% virðisaukaskatti.

Boðshafi skuldbindur sig til að greiða ofangreind gjöld.

Falli verkið boðshafa í skaut skal ganga frá greiðslu innan tveggja daga frá uppboðsdegi. Greiði kaupandi ekki innan tilskilins tíma fyrir keypt verk, eða semji um greiðsluna, áskilur uppboðshaldari sér rétt til innheimtu skuldarinnar.

Öll verk eru seld í því ástandi sem þau eru og án ábyrgðar enda hefur boðshafi möguleika á að skoða verkin í uppboðssal fyrir uppboðið. Öll verk eru til afhendingar í Galleríi Fold Rauðarárstíg 12 - 14, Reykjavík eða á þeim stað sem tilgreindur er í lýsingu við verkið.

Uppboðshaldarar og uppboðshúsið áskilja sér rétt til þess að breyta dagsetningu og tíma uppboðs telji þeir það nauðsynlegt vegna utanaf komandi aðstæðna.

Framlenging á uppboðstíma
Ef boð berst þegar innan við þrjár (3) mínútur eru eftir af uppboðinu framlengist uppboðið um þrjár mínútur.