Verk nr.59 -
Reykjaholtsmáldagi. Guðvarður Már Gunnlaugsson bjó til prentunar. Bergur Þorgeirsson ritaði forspjall. Margaret Cormack þýddi máldagann. - Edited by Guðvarður Már Gunnlaugsson. Preface by Bergur Þorgeirsson. Translation of the máldagi by Margaret Cormack. Reykjaholtsmáldagi er um margt mjög merkilegt skjal með áhugaverða sögu. Um er að ræða eitt stakt kálfskinnsblað með máldaga kirkjunnar í Reykholti í Borgarfirði, þ.e. skrá yfir eignir og réttindi kirkjunnar. Af máldaganum má fá góða hugmynd um eignir, ítök, búnað og nafngreint fólk tengt kirkjunni. Þá kemur fram í máldaganum hvernig kirkjunni bárust sumar eignanna. Meðal annarra er Snorri Sturluson nefndur sem gefandi, og án þess að hægt sé að færa á það sönnur er jafnvel mögulegt að hann hafi með eigin hendi ritað hluta máldagans. Máldaginn er elsta varðveitta skjal í frumriti, sem til er á norrænu máli, auk þess sem hann er það elsta í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands. Einungis sárafá íslensk handritabrot eru álitin jafngömul eða eldri. Fyrsti hluti þessa skinnblaðs er talinn vera frá árunum 1150-1208, en aðrir hlutar þess eru frá 1204-1247 og um 1300. Einnig er um að ræða merka heimild um íslenska málsögu og þróun stafsetningar og stafagerðar seinni hluta 12. aldar og á 13. öld. - Íslandssaga. - Reykholt. Reykholtskirkja - Snorrastofa, júlí 2000. cm
Flokkur: Bækur
Uppboði lýkur 17.11.2019 klukkan 15:56
Verðmat: 9000

Boð frá 2638: Kr. 3.000.- 9.11.2019 16:24
Boð frá 2121: Kr. 2.000.- 9.11.2019 16:24
Boð frá 2638: Kr. 1.000.- 9.11.2019 16:24

Gott eintak, forlagsband.

Uppboðsskilmálar fyrir uppboð á vefnum:

Verkin sem eru boðin upp á vefuppboði hjá Galleríi Fold og seljast við hamarshögg. Með því að senda inn boð í verkin samþykkir þú skilmála uppboðsins sem lesa má hér fyrir ofan. Boðshafi skuldbindur sig án nokkurra undantekninga að standa við boðið.

Uppboðsgjald skv.uppboðsskilmálum Gallerís Foldar leggst ofan á hamarshöggsverð og einnig höfundarréttargjald á listmuni skv.lögum nr. 117/2005.

Ofan á hamarshögg bóka leggst uppboðsgjald með 11% virðisaukaskatti.

Ofan á hamarshögg antíkmuna leggst uppboðsgjald með 24% virðisaukaskatti.

Boðshafi skuldbindur sig til að greiða ofangreind gjöld.

Falli verkið boðshafa í skaut skal ganga frá greiðslu innan tveggja daga frá uppboðsdegi. Greiði kaupandi ekki innan tilskilins tíma fyrir keypt verk, eða semji um greiðsluna, áskilur uppboðshaldari sér rétt til innheimtu skuldarinnar.

Öll verk eru seld í því ástandi sem þau eru og án ábyrgðar enda hefur boðshafi möguleika á að skoða verkin í uppboðssal fyrir uppboðið. Öll verk eru til afhendingar í Galleríi Fold Rauðarárstíg 12 - 14, Reykjavík eða á þeim stað sem tilgreindur er í lýsingu við verkið.

Uppboðshaldarar og uppboðshúsið áskilja sér rétt til þess að breyta dagsetningu og tíma uppboðs telji þeir það nauðsynlegt vegna utanaf komandi aðstæðna.

Framlenging á uppboðstíma
Ef boð berst þegar innan við þrjár (3) mínútur eru eftir af uppboðinu framlengist uppboðið um þrjár mínútur.