Verk nr.44 - Páll V. G. Kolka.
Föðurtún. Eftir Pál V.G. Kolka. - Páll V. G. Kolka (Páll Valdimar Guðmundsson Kolka), var læknir Vestmannaeyja frá 1920 til 1934. Hann var fæddur að Torfalæk í Ásum þann 25. janúar 1895. Páll andaðist í Reykjavík árið 1971. Páll var sonur Guðmundar Guðmundssonar bónda og Ingibjargar Sólveigar Ingimundardóttur. Kona hans var Guðbjörg Guðmundsdóttir og áttu þau 4 börn. Hann varð stúdent í Reykjavík árið 1913 og lauk svo læknisprófi frá Háskóla Íslands 1920. Páll stundaði framhaldsnám erlendis bæði í Evrópulöndum og Bandaríkjunum. Páll stundaði almennar lækningar í Vestmannaeyjum frá 1920 til 1934 og jafnframt sjúkrahúslæknir þar 1930 til 1934. Hann var einnig settur héraðslæknir um tíma 1924 til vors 1925. Páll var skipaður héraðslæknir á Blönduósi árið 1934 og gegndi því embætti til ársloka 1959. Hann sat sem fulltrúi Íslands á alþjóðaráðstefnum lækna og ýmsum læknaþingum og ráðstefnum. Páll tók virkan þátt í félagsmálum og stjórnmálum meðan hann dvaldi í Vestmannaeyjum. Hann átti sæti í bæjarstjórn þar 1926 til 1934 og var forseti bæjarstjórnar 1930 til 1934. - Ævisögur og endurminningar - Reykjavík 1950. cm
Flokkur: Bækur
Uppboði lýkur 17.11.2019 klukkan 15:26
Verðmat: 9000

Boð frá 7923: Kr. 4.000.- 17.11.2019 15:22
Boð frá 9716: Kr. 3.000.- 17.11.2019 11:36
Boð frá 2121: Kr. 2.000.- 17.11.2019 11:36
Boð frá 9716: Kr. 1.000.- 17.11.2019 11:36

Gott eintak í vönduðu, skreyttu skinnbandi.

Uppboðsskilmálar fyrir uppboð á vefnum:

Verkin sem eru boðin upp á vefuppboði hjá Galleríi Fold og seljast við hamarshögg. Með því að senda inn boð í verkin samþykkir þú skilmála uppboðsins sem lesa má hér fyrir ofan. Boðshafi skuldbindur sig án nokkurra undantekninga að standa við boðið.

Uppboðsgjald skv.uppboðsskilmálum Gallerís Foldar leggst ofan á hamarshöggsverð og einnig höfundarréttargjald á listmuni skv.lögum nr. 117/2005.

Ofan á hamarshögg bóka leggst uppboðsgjald með 11% virðisaukaskatti.

Ofan á hamarshögg antíkmuna leggst uppboðsgjald með 24% virðisaukaskatti.

Boðshafi skuldbindur sig til að greiða ofangreind gjöld.

Falli verkið boðshafa í skaut skal ganga frá greiðslu innan tveggja daga frá uppboðsdegi. Greiði kaupandi ekki innan tilskilins tíma fyrir keypt verk, eða semji um greiðsluna, áskilur uppboðshaldari sér rétt til innheimtu skuldarinnar.

Öll verk eru seld í því ástandi sem þau eru og án ábyrgðar enda hefur boðshafi möguleika á að skoða verkin í uppboðssal fyrir uppboðið. Öll verk eru til afhendingar í Galleríi Fold Rauðarárstíg 12 - 14, Reykjavík eða á þeim stað sem tilgreindur er í lýsingu við verkið.

Uppboðshaldarar og uppboðshúsið áskilja sér rétt til þess að breyta dagsetningu og tíma uppboðs telji þeir það nauðsynlegt vegna utanaf komandi aðstæðna.

Framlenging á uppboðstíma
Ef boð berst þegar innan við þrjár (3) mínútur eru eftir af uppboðinu framlengist uppboðið um þrjár mínútur.