Verk nr.27 - Guðmundur Hávarðarson.
Íslenzkir hestar og ferðamenn. Ferðaminningar með leiðbeiningum eftir Guðmund Hávarðsson. - Undirtitill á kápu: Ísland sem ferðamannaland.
Bókin skiptist í þrjá kafla - I. Lesmál. - II. Myndir. - III. Auglýsingar. - Guðmundur Hávarðsson var fæddur árið 1861 austur á fjörðum. Hann fór ungur til Noregs og var þar vagnstjóri um árabil. Hestvagnar voru þá nær óþekktir á Íslandi og lærði Guðmundur því starf sem átti eftir að gera hann mikilvægann heima á Íslandi. Árið 1904 kaupir Guðmundur sér landskika úr Rauðarártúni við Reykjavík og reisir sér þar myndarlegt timburhús, langt utan við meginbyggðina. Það var Norðurpóllinn. Húsið stendur enn rétt ofan við Hlemm. Um heiti hússins - Norðurpóll - segir Guðmundur. "Ég finn því ekkert heppilegra nafn á það við eiga en að kalla það "Norðurpólinn" og þannig líkja þessu byggingarstarfi mínu við þá fyrstu leiðangra er gerðir voru út fyrri part 18. aldar til þess að ná að Norðurheimskautinu." - Sumarið 1907 kom Friðrik konungur VIII í heimsókn til Íslands ásamt fríðu föruneyti og var mikið um dýrðir í Reykjavík. Farin var mikil ferð um Suðurland með konung og var keyptur til landsins skrautvagn til að flytja hann í. Hafði slíkur vagn aldrei sést hér áður. Þurfti nú að finna mann sem gæti stýrt slíku tæki og kom upp nafn Guðmundar Hávarðssonar sem hafði verið vagnstjóri í Ósló. Var hann svo ráðinn til að stýra vagni konungs sem sérstakur konunglegur hirðkúskur og var hann klæddur i tignarskrúða sem hæfa þótti þessu ábyrgðar embætti. Var það hempa, blá eða svört, silfurhneppt og silfurrennd og pípuhattur. Fór jafnvel svo að sumir villtust á honum og konungi. Bóndi einn í Mosfellssveit sagðist viss um að hafa séð konung þar sem hann stýrði skrautvagni sínum og þótti mikið til koma. - Ferðabækur. - Reykjavík. Útgefandi Guðmundur Hávarðsson 1930. cm
Flokkur: Bækur
Uppboði lýkur 17.11.2019 klukkan 14:52
Verðmat: 9000

Boð frá 28208: Kr. 3.000.- 14.11.2019 22:08
Boð frá 2121: Kr. 2.000.- 14.11.2019 22:08
Boð frá 28208: Kr. 1.000.- 14.11.2019 22:08

Gott eintak í góðu skinnbandi.

Uppboðsskilmálar fyrir uppboð á vefnum:

Verkin sem eru boðin upp á vefuppboði hjá Galleríi Fold og seljast við hamarshögg. Með því að senda inn boð í verkin samþykkir þú skilmála uppboðsins sem lesa má hér fyrir ofan. Boðshafi skuldbindur sig án nokkurra undantekninga að standa við boðið.

Uppboðsgjald skv.uppboðsskilmálum Gallerís Foldar leggst ofan á hamarshöggsverð og einnig höfundarréttargjald á listmuni skv.lögum nr. 117/2005.

Ofan á hamarshögg bóka leggst uppboðsgjald með 11% virðisaukaskatti.

Ofan á hamarshögg antíkmuna leggst uppboðsgjald með 24% virðisaukaskatti.

Boðshafi skuldbindur sig til að greiða ofangreind gjöld.

Falli verkið boðshafa í skaut skal ganga frá greiðslu innan tveggja daga frá uppboðsdegi. Greiði kaupandi ekki innan tilskilins tíma fyrir keypt verk, eða semji um greiðsluna, áskilur uppboðshaldari sér rétt til innheimtu skuldarinnar.

Öll verk eru seld í því ástandi sem þau eru og án ábyrgðar enda hefur boðshafi möguleika á að skoða verkin í uppboðssal fyrir uppboðið. Öll verk eru til afhendingar í Galleríi Fold Rauðarárstíg 12 - 14, Reykjavík eða á þeim stað sem tilgreindur er í lýsingu við verkið.

Uppboðshaldarar og uppboðshúsið áskilja sér rétt til þess að breyta dagsetningu og tíma uppboðs telji þeir það nauðsynlegt vegna utanaf komandi aðstæðna.

Framlenging á uppboðstíma
Ef boð berst þegar innan við þrjár (3) mínútur eru eftir af uppboðinu framlengist uppboðið um þrjár mínútur.