Verk nr.46 - Ýmsir höfundar.
Fjölnir. Arsrit handa Íslendingum. Gefið út af Brynjólfi Péturssyni, Jónasi Hallgrímssyni, Konráð Gíslasyni og Tómasi Sæmundssyni. Fjölnir var íslenskt tímarit sem kom út í Kaupmannahöfn á árunum 1835-1847, alls 9 sinnum. Stofnendur Fjölnis hafa verið nefndir Fjölnismenn en þeir voru Brynjólfur Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason og Tómas Sæmundsson, en á þeim tíma sem þeir stofnuðu Fjölni voru þeir allir við nám í Kaupmannahöfn. Þeir gáfu ritið út til 1838 allir en 5. árganginn, 1839, gaf Tómas Sæmundsson út einn og á eigin kostnað og var Fjölnir það árið prentaður í Viðeyjarprentsmiðju. Tómas var þá fluttur heim og orðinn prestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Síðan féll útgáfan niður um tíma en á því árabili dvaldist Jónas á Íslandi við náttúrurannsóknir. 1843 kom Fjölnir svo út að nýju en nú hafði félag nokkurt, Fjölnisfélagið eða Nokkrir Íslendingar, tekið við útgáfunni og voru þeir Gísli Magnússon fyrst og síðan Halldór Kr. Friðriksson ábyrgðarmenn. Tímaritið kom ekki út 1846 en síðasta tölublaðið birtist 1847, helgað minningu Jónasar Hallgrímssonar sem látist hafði vorið áður. Fjölnir boðaði rómantísku stefnuna í íslenskum bókmenntum, mörg helstu kvæða Jónasar Hallgrímssonar birtust fyrst í Fjölni og hann var jafnframt vakningarrit í hreintungustefnu og þjóðfrelsis- og framfaramálum. Fjölnir hlaut misjafnar móttökur, m.a. vegna sérviskulegrar stafsetningar og þess að ráðamönnum þótti gorgeir vera fullmikill í þeim Fjölnismönnum, en tímaritið stuðlaði mjög að endurnýjun íslensks ritmáls og hafði langvinn áhrif á menningar- og stjórnmálalíf Íslendinga. - Tímarit. - Kaupmannahöfn, 1835-1847. Ljóspr. í Lithoprent, Reykjavík 1943-1944. cm
Flokkur: Bækur
Uppboði lýkur 8.8.2021 klukkan 16:30
Verðmat: 20000

Boð frá 24723: Kr. 10.000.- 8.8.2021 16:28
Boð frá 2934: Kr. 9.000.- 8.8.2021 11:27
Boð frá 24723: Kr. 8.000.- 8.8.2021 11:27
Boð frá 2934: Kr. 7.000.- 8.8.2021 05:18
Boð frá 27429: Kr. 6.000.- 8.8.2021 05:18
Boð frá 2934: Annað jafn hátt boð fyrirliggjandi!
Boð frá 27429: Kr. 5.000.- 23.7.2021 00:33
Boð frá 2121: Kr. 4.000.- 23.7.2021 00:33
Boð frá 27429: Kr. 3.000.- 23.7.2021 00:33
Boð frá 2121: Kr. 2.000.- 23.7.2021 00:33
Boð frá 27429: Kr. 1.000.- 23.7.2021 00:33

Góð eintök í ágætu bandi.

Uppboðsskilmálar fyrir uppboð á vefnum:

Verkin eru boðin upp á vefuppboði hjá Fold uppboðshúsi ehf. og seljast við hamarshögg. Með því að senda inn boð í verkin samþykkir þú skilmála uppboðsins sem lesa má hér. Boðshafi skuldbindur sig án nokkurra undantekninga að standa við boðið.

Uppboðsgjald skv.uppboðsskilmálum Gallerís Foldar leggst ofan á hamarshöggsverð og einnig höfundarréttargjald á listmuni skv.lögum nr. 117/2005.

Ofan á hamarshögg bóka leggst 11% virðisaukaskattur ofan á uppboðsgjaldið.

Ofan á hamarshögg skrautmuna og silfurmuna leggst 24% virðisaukaskattur ofan á uppboðsgjaldið.

Boðshafi skuldbindur sig án undantekninga til að greiða ofangreind gjöld.

Falli verkið boðshafa í skaut skal ganga frá greiðslu innan tveggja daga frá uppboðsdegi. Greiði kaupandi ekki innan tilskilins tíma fyrir keypt verk, eða semji um greiðsluna, áskilur uppboðshaldari sér rétt til innheimtu skuldarinnar.

Öll verk eru seld í því ástandi sem þau eru og án ábyrgðar enda hefur boðshafi möguleika á að skoða verkin í uppboðssal fyrir uppboðið. Öll verk eru til afhendingar hjá Fold uppboðshúsi við Rauðarárstíg 12 - 14, 105 Reykjavík eða á þeim stað sem tilgreindur er í lýsingu við verkið.

Uppboðshaldarar og uppboðshúsið áskilja sér rétt til þess að breyta dagsetningu og tíma uppboðs telji þeir það nauðsynlegt vegna utan af komandi aðstæðna.

Framlenging á uppboðstíma
Ef boð berst þegar innan við þrjár (3) mínútur eru eftir af uppboðinu framlengist uppboðið um þrjár mínútur.